fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
433Sport

Davíð Snorri um gögnin sem láku á netið: „Það gætu orðið breytingar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 09:09

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins segir að EM hópur hans sem lak út á vef UEFA sé ekki endanlegur hópur.

Davíð Snorri segir að enn sé verið að vinna hlutina með A-landsliði karla en um sé að ræða beinagrind að þeim hópi sem verði kynntur.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Hópur Íslands birtist á vef UEFA nú í morgun en þar má finna 23 leikmenn. Mesta athygli vekur að Alfons Sampsted sem var lykilmaður í undankeppninni er ekki í hópnum, þannig má búast við því að Alfons verði í A-landsliðshópi sem kynntur er á morgun.

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð í samtali við 433.is í morgun.

„Þetta er í raun það eina sem ég get sagt, við kynnum lokahópinn á fimmtudag og það gætu orðið breytingar á þeim hópi sem er þarna.“

Ljóst er að þetta er EM hópur Íslands að stærstu leyti en 1-2 breytingar gætu orðið á hópnum sem fer á lokamót Evrópukeppninnar í næstu viku.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“

Fyrrum stórstjarna dæmd í átta mánaða fangelsi: Er ánægður með niðurstöðuna – ,,Dómurinn sannar það“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Yfirmaðurinn segir að dómurinn umdeildi hafi verið réttur – Svona voru samræður dómarana

Yfirmaðurinn segir að dómurinn umdeildi hafi verið réttur – Svona voru samræður dómarana
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína

Harry Kane hjólar í samherja sína í landsliðinu sem afboðuðu komu sína
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Roy Keane urðar yfir Garnacho – „Fáðu þér aðra vinnu“

Roy Keane urðar yfir Garnacho – „Fáðu þér aðra vinnu“
433Sport
Í gær

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“

Landsliðsþjálfarinn nær ekki sambandi við stjörnu liðsins – ,,Þið verðið að spyrja hann“
433Sport
Í gær

Gomis leggur skóna á hilluna

Gomis leggur skóna á hilluna