Zoran Mamic þjálfari Dinamo Zagreb hefur sagt starfi sínu lausu eftir að hafa verið dæmdur í fangelsi í tæp fimm ár.
Mamic segir starfinu lausu tveimur dögum fyrir leik gegn Tottenhan í Evrópudeildinni.
„Þrátt fyrir að ég telji mig vera saklausan þá segi ég upp, ég óska félaginu alls hins besta,“ sagði Mamic en hann er dæmdur til að sitja í fangelsi í fjögur ár og átta mánuði.
Hann og fleiri aðilar tengdir Dinamo eru sakaðir um að svikið undan skatti og dregið að sér fjármuni í tengslum við sölur á leikmönnum Dinamo.
Bróðir hans sem flúði til Bosníu en hann var einnid dæmdur í málinu og er hans nú leitað.