„Ég trúi þessu ekki, að það hafi ekki verið dæmd vítaspyrnu, Liverpool slapp þarna,“ sagði Jamie Carragher á Sky Sports í gær, Alisson Becker slapp þá með skrekkinn.
Wolves tók á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í gær. Leiknum lauk með 1-0 sigri Liverpool en leikið var á Molineux, heimavelli Wolves. Eina mark leiksins kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Það var gamli liðsmaður Wolves, Diogo Jota sem kom Liverpool yfir og tryggði liðinu 1-0 sigur.
Liverpool hafði tapað síðustu tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í kvöld og því sigurinn kærkominn. Liðið er sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 46 stig.
Alisson virtist þá strauja leikmann Wolves niður en VAR tæknin var ekki á því að dæma vítaspyrnu.
Atvikið má sjá hér að neðan.
Obviously Alisson doesn’t intend to take out Semedo but he does and he’s already lost the ball so why no penalty? pic.twitter.com/wGZtqBoLIh
— Ollie Glanvill (@OllieGlanvill) March 15, 2021