fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Alfreð ekki búinn að ná sér af meiðslum og verður ekki með íslenska landsliðinu í næsta verkefni

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 19:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg í Þýskalandi og íslenska landsliðsins var í ítarlegu viðtali sem birtist á heimasíðu þýska knattspyrnusambandsins í dag.

Alfreð hefur verið að glíma við meiðsli og telur ólíklegt að hann verði klár fyrir næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins. Íslands mætir einmitt Þýskalandi ytra þann 25. mars næstkomandi í undankeppni HM.

„Ég væri á betri stað ef ég væri heill heilsu, gæti spilað gegn Þýskalandi og skorað mark. En því miður er ólíklegt að ég geti spilað. En maður verður þó að vera jákvæður og horfa björtum augum á framtíðina. 

Alfreð spilaði síðast leik fyrir Augsburg í janúar en hefur síðan þá glímt við þrálát meiðsli.

Alfeð hefur átt samtöl við Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfara um verkefnið sem er framundan.

„Ég talaði við landsliðsþjálfarann í síðustu viku.  Það lítur allt út fyrir að ég geti ekki tekið þátt í næsta verkefni vegna meiðsla. Kálfinn er enn að valda mér vandræðum.“ 

„Ég er kominn langt á veg í endurhæfingunni, hlutirnir fóru hins vegar ekki alveg eftir áætlun og sökum þess hægðist á bataferlinu. Ég tel samt sem áður að ég muni ná að spila nokkra leiki til viðbótar á tímabilinu,“ sagði Alfreð Finnbogason.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad