Franski miðjumaðurinn N’Golo Kanté, sem spilar með Chelsea á Englandi, er að mati margra á meðal bestu varnarsinnuðu miðjumanna heims. Áður en Kanté fór til Chelsea lék hann með Leicester en hann átti svo sannarlega magnað tímabil þegar Leicester vann deildina á tímabilinu 2015/2016.
Á dögunum var birt alveg frábært myndband þar sem bestu augnablik Kanté á tímabilinu 15/16 eru sýnd. „Besta fyrsta tímabil hjá leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í sögunni,“ skrifar til að mynda einn um myndbandið. „Hann er ástæðan fyrir því að Leicester vann titilinn, hann er á fullu í að sækja boltann og stöðva sóknirnar, þetta var óraunverulegt, hann var svo sniðugur og tók frábærar ákvarðanir.“
Myndbandið sem um ræðir má sjá hér fyrir neðan:
N'Golo Kanté • 15/16 Seasonpic.twitter.com/9miNU0YCx9
— 🧏🏿♂️ (@SANTANA9II) March 9, 2021