Barcelona hefur náð samkomulagi um að Aguero gangi til liðs við félagið á frjálsri sölu eftir tímabilið. Talið er að leikmaðurinn sé mjög nálægt því að semja við félagið. Þetta herma heimildir AS.
Joan Laporta, nýkjörinn forseti Barcelona, hefur samþykkt að leikmanninum verði boðinn tveggja ára samningur hjá félaginu.
Samningur Aguero við Manchester City rennur út í sumar og því er leikmanninum frjálst að ræða við önnur félög.
Aguero er markahæsti leikmaðurinn í sögu Manchester City. Hann gekk til liðs við félagið frá Atletico Madrid árið 2011. Síðan þá hefur hann spilað 383 leiki fyrir Manchester City, skorað 257 mörk og gefið 73 stoðsendingar.