Manchester City er talinn vera líklegasti áfangastaður framherjans Erling Braut Haaland, leikmann Dortmund.
Haaland hefur skorað 47 mörk í 47 leikjum með Dortmund og er eftirsóttur af stærstu liðum Evrópu.
Samkvæmt heimildum Daily Mail eru Manchester United einnig viljugir til þess að krækja í Haaland en þeim lýst ekki á að fara í verðstríð um kappann.
Auk þess er umboðsmaður leikmannsins, Mino Raiola, ekki vinsælasti maðurinn á Old Trafford þessa dagana eftir stopul samskipti hans við forráðamenn Manchester United í kringum leikmann liðsins, Paul Pogba.