fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Klopp dregur upp mynd af stöðu mála varðandi Van Dijk og Gomez – „Við vonumst til þess að þeir verði klárir“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 14. mars 2021 13:29

Mynd/Liverpool

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, telur að miðvarðapar liðsins, þeir Virgil Van Dijk og Joe Gomez, muni líklega missa af Evrópumóti landsliða sem fram fer í sumar.

Báðir leikmennirnir hafa verið lengi frá vegna meiðsla, Van Dijk meiddist á hné í október og Gomez meiddist í landsliðsverkefni með Englandi í nóvember.

„Gomez er ekki farinn að hlaupa, Van Dijk er farinn að hlaupa en þetta er erfið staða,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Evrópumótið fer fram dagana 11. júní til 11. júlí, mótið átti að fara fram síðasta sumar en kórónuveirufaraldurinn kom í veg fyrir það.

Klopp segist ekki myndu standa fyrir því að leikmennirnir færu á mótið, málið snúist ekki um það.

„Það er ekki það að ég vilji ekki leyfa þeim að fara á mótið, þetta snýst allt um umfang þeirra meiðsla. Við vonumst til þess að þeir verði klárir á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil.“

„Þetta eru alvarleg meiðsli og nú er ekki tímapunkturinn til þess að ræða hvort þeir geti tekið þátt í einstaka keppnum,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu