Bayern Munchen tók á móti SGS Essen í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með nokkuð öruggum sigri Bayern Munchen.
Karólína Lea Vilhjálsdóttir, leikmaður Bayern, kom inn á undir lok leiks en þetta var hennar fjórði leikur fyrir félagið síðan að hún gekk til liðs við félagið frá Breiðablik í janúar.
Lina Magull kom Bayern yfir með marki á 11. mínútu.
Fimm mínútum síðar tvöfaldaði Lea Schueller, forystu Bayern og hún var síðan aftur á ferðinni er hún innsiglaði 3-0 sigur liðsins með marki á 74. mínútu.
Bayern er eftir leikinn í toppsæti deildarinnar með 48 stig eftir 16 leiki og fimm stiga forskot á Wolfsburg sem situr í 2. sæti.
Bayern Munchen 3 – SGS Essen
1-0 Lina Magull
2-0 Lea Schueller
3-0 Lea Schueller