Grótta tók á móti Vestra í A-deild Lengjubikars karla í dag. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Gróttu en leikið var á Vivaldi vellinum á Seltjarnarnesi.
Gunnar Jónas Hauksson kom Gróttu yfir með marki á 33. mínútu. Gunnar þekkir vel til hjá Vestra en hann hefur áður verið lánsmaður hjá félaginu frá Gróttu.
Það var síðan Kjartan Kári Halldórsson sem tvöfaldaði forystu heimamanna með marki á 38. mínútu.
Á 42. mínútu var varnarmaðurinn Friðrik Þórir Hjaltason, rekinn af velli og því voru Vestramenn orðnir einum manni færri.
Varamaðurinn Luke Rae, minnkaði muninn fyrir Vestra á 76. mínútu en það var hins vegar Björn Axel Guðjónsson sem innsiglaði 3-1 sigri Gróttu með marki á 94. mínútu.
Grótta er eftir leikinn í 3. sæti riðils-3 með 8 stig eftir fimm leiki. Vestramenn eru stigalausir í neðsta sæti.
Grótta 3 – 1 Vestri
1-0 Gunnar Jónas Hauksson (’33)
2-0 Kjartan Kári Halldórsson (’38)
2-1 Luke Morgan Conrad Rae (’76)
3-1 Björn Axel Guðjónsson (’94)
Rautt spjald: Friðrik Þórir Hjaltason, Vestri (’42)