Rosengard tók á móti Vittsjö GIK í sænska bikarnum í dag. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Rosengard en leikið var á heimavelli liðsins, Malmö IP.
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Rosengard í leiknum.
Jelena Cankovic, kom Rosengar yfir með marki á 19. mínútu.
Fernanda Da Silva jafnaði leikinn fyrir Vittsjö með marki á 39. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 69. mínútu þegar að Olivia Schough kom Rosengard yfir og það var síðan Sanne Troelsgaard sem tryggði Rosengard 3-1 sigur með marki á 77. mínútu.
Rosengard er því komið í næstu umferð sænska bikarsins en Vittsjö GIK er úr leik.