Arsenal og Tottenham eigast nú við í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn fer fram á Emirates Stadium og hófst klukkan 16.30.
Athygli vakti að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins var ekki í byrjunarliði Arsenal í leiknum.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins sagði í viðtali fyrir leik að það sé vegna „agavandamáls“ en vildi ekki fara í nánari útskýringar á vandamálinu.
David Ornstein, blaðamaður hjá The Athletic, sem er með góðar tengingar til Arsenal segir að fyrirliðinn hafi gerst sekur um að mæta seint til liðs við liðið fyrir leik dagsins.
„Þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem leikmaðurinn fer á bága við reglur liðsins á leikdögum,“ er meðal þess sem Ornstein skrifaði á Twitter.
Pierre-Emerick Aubameyang dropped to bench for Arsenal’s visit of Tottenham after captain reported late when squad met up earlier today. Believed not to be the first time & falls out of line with club’s matchday protocols @TheAthleticUK #ARSTOT #AFC https://t.co/qQoMpNPF4w
— David Ornstein (@David_Ornstein) March 14, 2021