Southampton tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri Brighton en leikið var á St Mary’s vellinum, heimavelli Southtampton.
Lewis Dunk kom Brighton yfir með marki á 16. mínútu eftir stoðsendingu frá Pascal Gross.
Che Adams jafnaði metin fyrir Southampton með marki á 27. mínútu en Leandro Trossard sá til þess að Brighton fór með 2-1 sigur úr býtum með marki á 56. mínútu.
Sigurinn er mikilvægur fyrir Brighton sem er í fallbaráttu. Liðið situr í 16. sæti með 29 stig. Southampton er í 14. stig með 33 stig.
Southampton 1 – 2 Brighton
0-1 Lewis Dunk (’16)
1-1 Che Adams (’27)
1-2 Leandro Trossard (’56)