Arsenal tekur á móti Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn fer fram á Emirates Stadium og hefst klukkan 16.30.
Athygli vakti að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins er ekki í byrjunarliði Arsenal í leiknum.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins sagði í viðtali fyrir leik að það sé vegna „agavandamáls“ en vildi ekki fara í nánari útskýringar á vandamálinu.
Aubameyang er á meðal varamanna Arsenal og fróðlegt verður að sjá hvort hann komi við sögu í leiknum í dag og hvert framhaldið verður.
Byrjunarlið Arsenal: Leno, Cedric, Luiz, Gabriel, Tierney, Thomas, Smith-Rowe, Saka, Odegaard, Xhaka, Lacazette.
Byrjunarlið Tottenham Hotspur: Lloris, Doherty, Sanchez, Alderweireld, Reguilon, Ndombele, Hojbjerg, Bale, Lucas Moura, Son, Kane.