Árið 2010 keypti Sir Alex Ferguson Portúgalann Bebé til Manchester United frá Vitória de Guimaraes í Portúgal á 7,4 milljónir punda. Ferguson hafði aldrei séð kappann spila en ákvað að kaupa hann eftir að hafa heyrt góða hluti um hann. Hann var þó algjört „flop“ og hefur oft fengið titilinn „verstu kaup Sir Alex Ferguson“.
Bebé spilaði aðeins tvo leiki fyrir United á fjórum árum áður en hann var seldur aftur til Portúgal til Benfica. Hann hefur spilað hjá nokkrum liðum í Portúgal og á Spáni síðan þá og er nú fastamaður í byrjunarliði Rayo Vallecano í spænsku annari deildinni.
Rayo Vallecano sitja í 6. sæti deildarinnar sem er umspilssæti fyrir sæti í efstu deild. Bebé skoraði fyrsta mark Rayo í 3-2 sigri í seinustu umferð gegn Real Zaragoza sem eru rétt fyrir ofan fallsæti. Markið var af dýrari gerðinni og minnir það smá á landa Bebé, Cristiano Ronaldo. Markið kom beint úr aukaspyrnu og má sjá hér.