fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Var í sambandi með klámstjörnu og er nú moldríkur – „Hann byrjaði bara að skjóta fólk“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 13. mars 2021 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska knattspyrnustjarnan Thomas Gravesen lagði skóna á hilluna í byrjun árs 2009 eftir að hafa leikið með stórliðum á borð við Celtic, Everton og Real Madrid. Gravesen vakti oft athygli á sínum tíma, til að mynda vegna ástarsambands við klámstjörnuna Kira Eggers. Gravesen var þó ekki mikið í sviðsljósinu eftir lok ferilsins en nú, þó nokkrum árum síðar, hefur hann skotið upp kollinum á ný.

Gravesen er nefnilega orðinn ansi ríkur en ríkidæmi hans kom ekki bara vegna knattspyrnunnar. Gravesen skipti nefnilega knattspyrnuferlinum út fyrir pókerferil en hann hefur grætt fleiri milljarða í gegnum fjárhættuspilið vinsæla. Hann er til að mynda sagður hafa grætt 100 milljónir dollara, tæpa 13 milljarða í íslenskum krónum, bara í gegnum pókersigra.

Gravesen bjó í Las Vegas í átta ár en hann hefur nú snúið aftur á heimaslóðir í Danmörku. Í frétt SPORTbible um Gravesen kemur fram að hann hafi lagt mikið undir í pókernum í Bandaríkjunum. Hann er til dæmis sagður hafa tapað 54 milljónum dollara, um 7 milljörðum í íslenskum krónum, í einum leik en hann vann það þó til baka og meira til.

„Hann byrjaði bara að skjóta fólk“

Svo virðist vera sem Gravesen sé afar stór karakter en James McFadden, fyrrum liðsfélagi hans hjá Everton, deildi mögnuðum minningum af tíma sínum með Gravesen í viðtali árið 2018. „Hann var brjálaður,“ sagði McFadden í viðtali við Open Goal. „Hann var bara öðruvísi gaur… tja, maður reyndi að forðast hann.“

McFadden sagði til að mynda frá mögnuðu augnabliki þegar Gravesen mætti með flugelda á æfingasvæðið. „Hann byrjaði bara að skjóta fólk. Hann kom með flugeldana á völlinn og sjúkraþjálfarinn var með herbergi við hlið vallarins. Sjúkraþjálfarinn var að hlaupa með meiddu leikmönnunum þegar Gravesen kemur út með stóran flugeld og skýtur beint í áttina að honum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu

Reynir að losa Felix frá Chelsea í dag – Umboðsmaðurinn mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag

Allt klárt – City kaupir González á tæpa 9 milljarða í dag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið

Uppljóstraði um kjaftasögu sem grasserar í Garðabæ en enginn vill tjá sig um málið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu