Leik Leeds United og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu á Elland Road. Fyrir leikinn sátu heimamenn í ellefta sæti deildarinnar með 35 stig en Chelsea í því fjórða með 50 stig.
Maður leiksins verður að teljast Illan Meslier, markvörður Leeds, sem átti heilar átta vörslur í leiknum. Skotin sem hann fékk á sig voru þó flest öll formsatriði.
Lítið var um dauðafæri í leiknum en Tyler Roberts átti það til að vera með fína takta í framlínu Leeds og kom hann boltanum í netið einu sinni en Patrick Bamford sem lagði markið upp var dæmdur rangstæður. Þetta var leikur númer 100 hjá Bamford fyrir Leeds.
Allt Chelsea-liðið stóð sig frábæralega í leiknum en eina sem vantaði var að koma boltanum í netið.
0-0 jafntefli staðreynd og sitja bæði lið kyrr í sætum sínum.