Það lítur allt út fyrir að Gylfa Sigurðssyni verði boðinn nýr samningur hjá Everton en núverandi samningur hans gildir til júní 2022. Gylfi er með um 100.000 pund á viku hjá Everton og talið er að laun hans verði lækkuð í næsta samningi. Carlo Ancelotti staðfesti þetta við Sunday Times í vikunni og segir að ef Gylfi er ánægður hjá Everton, þá er Everton ánægt að hafa hann.
Paul Joyce, íþróttafréttamaður á Sunday Times, birti færslu um þetta á Twitter-síðu sinni og eru viðbrögðin mjög mismunandi hjá aðdáendum. Sumir eru glaðir að heyra þessar fréttir á meðan aðrir vilja að hann fari á brott.
Gylfi og félagar í Everton mæta Jóhanni Berg og félögum í Burnley í dag klukkan 17:30 og talið er að þeir báðir verði í byrjunarliði sinna liða á eftir.
Everton to offer Gylfi Sigurdsson a new contract in the summer. Carlo Ancelotti said: “We are going to talk to him to renew the contract. If he is happy to stay here, we are happy to keep him here.”
— paul joyce (@_pauljoyce) March 12, 2021