Newcastle United tók á móti Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikið var á St James’ Park í Newcastle.
Aston Villa komst yfir með marki á 86. mínútu. Þá varð Ciaran Clark, varnarmaður Newcastle, fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Allt virtist stefna í 1-0 sigur Aston Villa en á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma jafnaði Jamaal Lascelles, leikmaður Newcastle, metin fyrir liðið.
1-1 jafntefli því niðurstaðan. Aston Villa er eftir leikinn í 9. sæti deildarinnar með 41 stig. Newcastle er í 16. sæti með 28 stig, tveimur stigum frá fallsæti.
Newcastle United 1 – 1 Aston Villa
0-1 Ciaran Clark (’86, sjálfsmark)
1-1 Jamaal Lascelles (’90+4)