Gylfi Þór Sigurðsson æfði ekki með Everton í fyrradag og óvíst er hvort að hann geti spilað með liðinu gegn Burnley síðar á morgun.
Carlo Ancelotti stjóri Everton segir að ákvörðun um hvort Gylfi sé leikfær verði tekinn eftir æfingu í dag.
„Við verðum að skoða Gylfa í dag, hann hefur verið í vandræðum með ökklann eftir síðasta leik. Við tökum ákvörðun á æfingu í dag,“ sagði Ancelotti.
James Rodriguez er áfram frá vegna meiðsla. „Það er betra fyrir hann að hvíla sig og geta verið með í lokasprettinum, hann ætti að vera klár eftir landsleikina,“ sagði Ancelotti.
Gylfi hefur verið öflugur síðustu vikur og komið að sigurmörkum Liverpool. Leikur Everton og Burnley fer fram síðdegis á morgun en Jóhann Berg Guðmundsson ætti að vera í byrjunarliði Burnley.