Avram Glazer einn af eigendum Manchester United er að seljan nokkuð stóran hluta í félaginu, hann mun fá 71,5 milljón punda í sinn vasa.
Avram sem er sextugur á 78 prósent í Manchester United ásamt fjölskyldu sinni en faðir hans hafði keypt félagið.
Hlutur fjölskyldunnar í félaginu fer niður um rúm 3 prósent með sölunni sem fram fram hjá New York Stock Exchange.
Glazer fjölskyldan er mjög umdeild á meðal stuðningsmanna félagsins, þeir saka Glazer fjölskylduna um að taka mikla fjármuni sem annars gætu farið í rekstur félagsins.
Glazer fjölskyldan er ekkert að hugsa um að selja Manchester United. Glazer fjölskyldan eignaðist United árið 2005 þegar faðir hans Malcom keypti félagið.