Leigubílasagan um að Ólafur Þórðarson yrði næsti aðstoðarþjálfari KR er ekki sönn. Frá þessu var sagt í hlaðvarpsþættinum, Dr. Football í dag.
Ólafur hefur verið sterklega orðaður við stöðuna síðustu vikur eftir að Bjarni Guðjónsson hætti sem aðstoðarþjálfari liðsins.
Í hlaðvarpsþættinum kom fram að Ólafur væri ekki á leið til starfa hjá KR en hann er einn dáðasti sonur ÍA, 0ft hefur andað köldu á milli ÍA og KR:
Bjarni Guðjónsson var ráðinn þjálfari hjá U19 ára liði Norköpping á dögunum en Ólafur hefur ekki verið í þjálfun síðustu ár.
Samkvæmt þættinum er ljóst að Sigurvin Ólafsson verður aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar í efstu deild karla.