Óvíst er hvort David De Gea geti tekið þátt í leik Manchester United gegn West Ham um helgina. De Gea er í sóttkví sem stendur eftir að hafa verið á Spáni til þess að vera viðstaddur fæðingu dóttur sinnar.
De Gea er sem stendur mættur aftur til Manchester en Dean Henderson hefur staðið vaktina í marki Manchester United í hans fjarveru.
„Hann er í sóttkví og það er óvíst á þessari stundu hvort hann geti spilað á sunnudaginn,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United.
Henderson hefur staðið sig vel í fjarveru De Gea, fyrir utan mistök sem hann gerði í 1-1 jafntefli Manchester United við AC Milan í Evrópudeildinni í gær.
Um mikilvægan leik er að ræða á sunnudaginn. Manchester United er í 2. sæti með 54 stig á meðan að West Ham situr í 5. sæti með 48 stig.