Kepa Arrizabalaga dýrasti markvörður í sögu fótboltans hefur að mestu verið á bekknum hjá Chelsea á þessari leiktíð. Markvörðurinn hefur valið 12 skot á tímabilinu en hann þénar 7,8 milljónir punda á hverju tímabili.
Hver versla hans á þessu tímabili hefur kostað Chelsea 85 milljónir íslenskra króna, ágætis upphæð fyrir markvörðinn frá Spáni. Þetta kemur fram í samantekt The Sun.
Fraser Forster varamarkvörður Southampton er á góðum samningi og þrjár vörslur hans hafa kostað Southampton 160 milljónir króna.
David de Gea markvörður Manchester United er launahæsti markvörður deildarinnar en hann þénar 19,5 milljónir punda á ári. Hver varsla De Gea sem eru 55 talsins hefur kostað United um 46 milljónir íslenskra króna.
Alisson Becker markvörður Liverpool hefur varið 50 skot á þessu tímabili en hann er með 840 milljónir íslenskra króna í árslaun. Hver varsla Alisson hefur kostað Liverpool 12 milljónir króna.
Samantekt um þetta er hér að neðan.