KR tók á móti FH í A-deild Lengjubikarsins í kvöld. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli en leikið var á gervigrasvelli KR í Vesturbænum.
FH komst yfir með marki frá Baldri Loga Guðlaugssyni 40. mínútu.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 65. mínútu þegar að KR-ingar jöfnuðu metin með marki frá Pálma Rafni Pálmasyni.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Jafnteflið tryggir KR áfram í 8-liða úrslit Lengjubikarsins en Víkingur Reykjavík sem er einnig í sama riðli fékk um leið sæti í 8-liða úrslitum.
KR er í 1. sæti riðils-2 með 11 stig eftir 5 leiki. FH er í 3. sæti með 8 stig. Víkingur Reykjavík getur tryggt sér efsta sæti riðilsins með sigri gegn Þór frá Akureyri en liðin mætast annað kvöld.
KR 1 – 1 FH
0-1 Baldur Logi Guðlaugsson (’38)
1-1 Pálmi Rafn Pálmason (’65)