16-liða úrslit Evrópudeildarinnar hófust í kvöld með nokkrum leikjum sem byrjuðu klukkan 18:00.
Manchester United tók á móti AC Milan á Old Trafford í Manchester, um var að ræða fyrri leik liðanna en hann endaði með 1-1 jafntefli.
Það var ungstirnið Amad Diallo sem kom Manchester United yfir með sínu fyrsta marki fyrir aðallið félagsins á 50. mínútu leiksins.
Í uppbótartíma venjulegs leiktíma náði Simon Kjær hins vegar að jafna leikinn fyrir Simon Kjær og það reyndist síðasta mark leiksins sem endaði með 1-1 jafntefli
Seinni leikur liðanna fer fram þann 18. mars næstkomandi í Mílanó.
Lærisveinar Steven Gerrard hjá Rangers, sem um daginn urðu Skotlandsmeistarar, gerðu 1-1 jafntefli við Slavia Prag á útivelli.
Ajax hafði betur gegn Young Boys frá Sviss, en leikurinn endaði með 2-0 sigri hollenska liðsins.
Þá gerði Villarreal góða ferð til Úkraínu þar sem liðið vann 2-0 sigur á Dynamo Kiyv. Villarreal leikur undir stjórn Unai Emery, fyrrverandi knattspyrnustjóra Arsenal.
Ajax 3 – 0 Young Boys
1-0 Davy Klaasen (’62)
2-0 Dusan Tadic (’82)
3-0 Brian Brobbey (’90+2)
Dynamo Kiyv 0 – 2 Villarreal
0-1 Pau Torres (’30)
0-2 Albiol (’52)
Manchester United 1 – 1 AC Milan
1-0 Amad Diallo (’50)
1-1 Simon Kjær (’90+2)
Slavía Prag 1 – 1 Rangers
1-0 Nicolae Stanciu (‘7)
1-1 Filip Helander (’36)