Fyrri leikjum 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar lauk í kvöld. Arsenal vann góðan útisigur á Olympiacos í Grikklandi, Tottenham vann Dinamo Zagreb og Björn Bergmann Sigurðsson spilaði í tapi Molde.
Olympiacos tók á móti Arsenal í Grikklandi. Leikurinn endaði með 3-1 sigri Arsenal.
Martin Ödegaard kom Arsenal með marki á 34. mínútu. Þannig stóðu leikar allt þar til á 58. mínútu þegar að Youssed El-Arabi jafnaði leikinn fyrir Olympiacos 58. mínútu.
Arsenal átti hins vegar lokaorðið í leiknum. Gabriel kom gestunum yfir með marki á 79. mínútu og Mohamed Elneny tryggði 3-1 sigur liðsins með marki á 85. mínútu.
Tottenham mætti Dinamo Zagreb. Harry Kane reyndist hetja Tottenham en hann skoraði bæði mörk liðsins á 25. og 70. mínútu í 2-0 sigri.
Björn Bergmann Sigurðarsson, var í byrjunarliði Molde sem tapaði 2-0 fyrir spænska liðinu Granada. Björn spilaði í 74 mínútur í kvöld.
Roma 3 – 0 Shakhtar Donetsk
1-0 Lorenzo Pellegrini (’23)
2-0 Stephan El Shaarawy (’73)
3-0 Gianluca Mancini (’77)
Olympiacos 1 – 3 Arsenal
0-1 Martin Ödegaard (’34)
1-1 Youssef El Arabi (’58)
1-2 Gabriel (’79)
1-3 Mohamed Elneny (’85)
Tottenham 2 – 0 Dinamo Zagreb
1-0 Harry Kane (’25)
2-0 Harry Kane (’70)
Granada 2 – 0 Molde
1-0 Jorge Molina (’26)
2-0 Soldado