John Murtough er nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester, hann er sá fyrsti í sögu féalgsins sem tekur starfið að sér. Murtough var áður yfir unglingastarfi félagsins. Þar starfaði hann í sjö ár.
Manchester United hefur lengi leitast eftir því að fá inn yfirmann knattspyrnumála sem sér um leikmannakaup og sölur, Murtough tekur við starfinu sem Ed Woodward hefur stýrt síðustu ár.
Darren Fletcher verður að tæknilegum ráðgjafa og mun starfa á skrifstofu félagsins, hann hefur verið í þjálfun hjá félaginu undanfarið.
„Þetta er mikilvæg ráðning fyrir okkur, við höfum tekið skref fram á við. John hefur mikla þekkingu á unglingastarfi okkar og mun sjá til þess að ungir leikmenn fái sína leið inn í aðalliðið,“ sagði Ed Woodward stjórnarformaður United.
Mikið hefur verið kallað eftir því að Woodward hætti að sjá um leikmananmál félagsins en hún mun alfarið einbeita sér að fjárhagslegum málum félagsins.