„Dean Henderson er alvöru markvörður,“ segir Ben Foster markvörður Watford og fyrrum markvörður Manchester United. Hann telur að samkeppnin milli David de Gea og Henderson endi með því að annar fari í fýlu.
De Gea hefur át stöðuna í tæp tíu ár en Henderson hefur fengið fjölda tækifæra á tímabilinu, Henderson á stöðuna nú í fjarveru De Gea sem er staddur á Spáni með unnustu sinni sem eignaðist þeirra fyrsta barn í síðustu viku.
„Það sjá allir sem fylgjast með fótboltanum að Henderson er með þetta, hann hefur hæfileikana. Til að spila fyrir Manchester United þarftu að hafa rétta hugarfarið. Það hefur ekkert áhrif á Dean.“
Hann segir að De Gea muni ekki gefa stöðuna svo auðveldlega eftir. „David er í sama báti, hann vill bara spila.“
„Þegar svona staða kemur upp þá endar það aldrei á fallegan hátt, það verður einhver að fara og hinn verður eftir og spilar.“