Manchester City er komið með 14 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Southampton á heimavelli sínum.
Kevin de Bruyne kom heimamönnum yfir snemma leiks en James Ward-Prowse jafnaði fyrir gestina á 25 mínútu.
Leikar höfðu þá jafnast en undir lok síðari hálfleik setti City í gírinn, Riyad Mahrez og Ilkay Gundogan hlóðu í sitt markið hvor og staðan 3-1 í hálfleik.
Riyad Mahrez kom svo City í 4-1 á 55 mínútu áður en Che Adams lagaði stöðuna fyrir gestina og staðan 4-2.
De Bruyne skoraði svo fimmta og síðasta marki City og tryggði liðinu stigin þrjú. City er nú með 14 stiga forskot á Manchester United en hefur leikið leik meira.