Arnór Ingvi Traustason kantmaður íslenska landsliðsins er á barmi þess að flytja til Bandaríkjanna og leika Í MLS deildinni þar í landi. Frá þessu segja sænskir fjölmiðlar
Þar kemur fram að Arnór verði á næstu dögum seldur frá Malmö til New England Revolution í MLS deildinni.
Sænskir miðlar segja að Arnór verði seldur fyrir 45-60 milljónir íslenskra króna. Kantmaðurinn var í aukahlutverki stóran hluta á síðustu leiktíð þegar Malmö var sænskur meistari.
Arnór er 27 ára gamall en hann var fyrst orðaður við New England Revolution í upphafi árs, félagið hefur lagt mikla áherslu á að fá hann.
Bruce Arena einn færasti þjálfari í sögu Bandaríkjanna er þjálfari New England Revolution