Það eru 93,3 prósent líkur á því að Manchester United endi í einu af fjórum efstu sætum ensku úrvalsdeildarinnar og tryggi sig þar með farmiða í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
Enski netmiðilinn The Athletic fjallar um málið og hefur reiknað út hverjar líkurnar eru fyrir félögin að ná þessu eftirsótta Meistaradeildarsæti.
99.8 prósent líkur eru á því að Manchester City vinni deildina enda liðið með ellefu stiga forskot á toppi deildarinnar. 100 prósent líkur eru á því að City endi í fjórum efstu sætunum. Liðið enda með 17 stiga forskot á fimmta sætið og bara 30 stigum í pottinum.
Rétt rúmar 20 prósent líkur eru á því að Liverpool hafni í Meistaradeildarsæti, ensku meistararnir eru í krísu og hafa tapað sex heimaleikjum í röð. Liverpool situr í áttunda sæti deildarinnar og er sjö stigum frá Meistaradeildarsæti.
Sæti í Meistaradeild Evrópu skiptir félög miklu máli enda gefur það mikla fjármuni inn í reksturinn.
Líkur á því að liðið endi í Meistaradeildarsæti:
Manchester City: 100%
Manchester United: 93.3%
Chelsea: 65.4%
Leicester: 63.3%
Tottenham: 33.6%
Liverpool: 20.2%
West Ham: 15.1%
Everton: 6.8%
Arsenal: 1.7%
Aston Villa: 0.3%