Kylian Mbappe framherji PSG í Frakklandi hefur átt um langt skeið í viðræðum við félagið um nýjan samning, viðræðurnar hafa ekki gengið eins og í sögu.
Franski sóknarmaðurinn hefur áhuga á að skoða aðra kosti en Real Madrid, Liverpool og fleiri félög hafa sýnt honum áhuga.
„Kylian er okkur mjög mikilvægur. Hann hefur mikla ábyrgð,“ sagði Leonardo yfirmaður knattspyrnumála hjá PSG.
„Við höfum rætt saman um langt skeið, hugmyndir okkar eru á hreinu. Við munum taka ákvörðun innan tíðar, það er got samtal og ákvörðun liggur fyrir innan tíðar.“
Í frönskum fjölmiðlum kemur fram að Mbappe heimti 600 þúsund pund í laun á viku, um er að ræða 105 milljónir íslenskra króna á hverri viku.
Mbappe mun í sumar aðeins eiga ár eftir af samningi sínum við PSG, félagið þarf að selja hann ef hann neitar að skrifa undir nýjan samning.