John Arne Riise, fyrrum liðsfélagi Steven Gerrard, segir að Gerrard sé tilbúinn til þess að taka við Liverpool af Jurgen Klopp, núverandi knattspyrnustjóra félagsins.
Gerrard stýrði Rangers til sigurs í skosku úrvalsdeildinni og liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu í skosku deildinni.
Á meðan er Liverpool í vandræðum heimafyrir. Meiðslavandræði hafa sett strik í reikninginn, Englandsmeistararnir sitja í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og hafa verið að spila langt undir getu.
„Ég vissi alltaf að Gerrard ætti eftir að gera góða hluti hjá Rangers vegna þess að hann leggur hart að sér. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Arne Riise í samtali við Mirror.
Jurgen Klopp hefur verið orðaður við landsliðsþjálfarastarfið hjá Þýskalandi en hann neitað sjálfur fyrir það í dag að það myndi gerast.
„Ég verð ekki í boði í sumar til að gerast næsti þjálfari Þýskaland,“sagði Klopp þegar hann var spurður um málið í dag.
Riise telur að Gerrard gæti orðið knattspyrnustjóri strax í dag ef hann yrði beðinn um það.
„Fólk er að segja að honum skorti reynslu og að hann sé ennþá of ungur. Eitt sem ég veit um Steven Gerrard er að hann verður allt klár þegar kallið kemur. Hann er þannig manneskja,“ sagði John Arne Riise, fyrrum liðsfélagi Steven Gerrard hjá Liverpool