Ronaldo einn skemmtilegasti leikmaður í sögu fótboltans er að verða faðir í fimmta sinn, þessi 44 ára gamli leikmaður átti frábær ár á ferli sínum.
Ronaldo lék meðal annars með Barcelona, Real Madrid og Inter. Hann og Celina unnusta hans eiga von á barni.
Ronaldo á fyrir börnin Ronald, 19, Alexander, 14, Maria Sofia, 10, og Maria Alice, er níu ára.
Eftir að hafa eignast Maria sagðist Ronaldo hafa skellt sér í herraklippingu, þar lét hann taka sig úr sambandi. Hann sagðist hins vegar hafa fryst sæði ef til þess kæmi að hann ætlaði að eignast sitt fimmta barn.
Ronaldo gæti hafa látið tengja sig aftur eða skellt sér í frystikistuna og náð í slettu frá gamalli tíð.
Parið býr á Spáni en Ronaldo er forseti Real Valladolid og reynir að koma liðinu upp metorðastigann.