Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Einn leikur er í framlengingu núna en það er viðureign Juventus og Porto. Dortmund komst áfram í 8-liða úrslit í kvöld eftir samanlagðan 5-4 sigur á spænska liðinu Sevilla.
Liðin mættust í Þýskalandi í kvöld og það var Erling Braut Haaland sem kom Dortmund yfir með marki á 35. mínútu.
Hann var síðan aftur á ferðinni er hann bætti við öðru marki Dortmund á 54. mínútu úr vítaspyrnu.
Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla með marki úr vítaspyrnu á 69. mínútu og hann var síðan aftur á ferðinni í uppbótartíma er hann jafnaði leikinn fyrir Sevilla.
Nær komst Sevilla þó ekki. Dortmund er því komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með samanlögðum 5-4 sigri úr einvíginu.
Borussia Dortmund 2 – 2 Sevilla (Samanlagt 5-4 sigur Dortmund)
1-0 Erling Braut Haaland (’35)
2-0 Erling Braut Haaland (’54, víti)
2-1 Youusef En-Nesyri (’69)
2-2 Youusef En-Nesyri (’90+6)