Mark Noble, leikmaður West Ham, hefur staðfest að næsta tímabil verði sitt síðasta hjá Hömrunum.
Noble verður 34 ára gamall í maí og hefur eytt knattspyrnuferli sínum með West Ham í Lundúnum. Noble spilaði sinn fyrsta leik fyrir West Ham árið 2004 og hefur síðan þá spilað yfir 500 leiki fyrir Lundúnafélagið.
West Ham birti bréf frá Noble á heimasíðu sinni þar sem hann kunngerði þessa ákvörðun sína.
„Ég tekið þá ákvörðun eftir mikla umhugsun að næsta tímabil verði mitt síðasta hjá West Ham,“ stóð í bréfinu frá Mark Noble.
Noble hefur farið í gegnum 18 tímabil með West ham og verið diggur þjónn félagsins.
„Næsta tímabil verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig en nú er ekki tímapunkturinn til þess að líta yfir farinn veg,“ skrifaði Mark Noble í bréfi til stuðningsmanna West Ham.