Fylkir er að semja við enska framherjann Jordan Brown en frá þessu var greint í hlaðvarpi Dr. Football í dag.
Brown er 24 ára gamall en hann lék síðast í fjórðu deild í Þýskalandi. Brown þótti mikið efni og var í unglingaliði Arsenal og West Ham.
Sumarið 2015 lék Brown með West Ham í Evrópudeildinni en var síðan lánaður til liðs í ensku utandeildinni.
Brown hefur síðan spilað í Þýskalandi, Tékklandi og Kanada. Brown er vinur Djair Parfitt-Williams sem kom til West Ham í fyrra.
Brown og Djair Parfitt-Williams léku saman hjá West Ham.