Möguleiki er á að Edinson Cavani yfirgefi Manchester United eftir stutt stopp, þessi 34 ára gamli framherji frá Úrúgvæ gekk í raðir félagsins síðasta haust.
Ákvæði er í samningi Cavani sem gerir United kleift að framlengja samning hans en óvíst er hvort það verði. Í fréttum í dag kemur fram að Boca Juniors í Argentínu vilji fá Cavani.
Hjá Boca Juniors eru tveir fyrrum leikmenn United, þeir Carlos Tevez og Marcos Rojo sem fór til félagsins í sumar.
Í fréttum í Argentínu kemur fram að það hafi alltaf verið draumur Cavani að leika fyrir Boca Juniors sem er stærsta félagslið í Suður-Ameríku.
Cavani hefur staðið sig með ágætum hjá United en hefur misst talsvert út vegna meiðsla og leikbanns. Framtíð hans ætti að skýrast betur á næstu vikum. Draumur forráðamanna Boca er sá að spila með Tevez og Cavani í fremstu víglínu.