fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Faðir Cavani segir hann óánægðan hjá Manchester United – „Syni mínum líður ekki vel í Englandi“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 18:04

Edinson Cavani. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Edinson Cavani, framherji Manchester United, er óánægður hjá félaginu ef marka má orð föður hans Luis og framherjinn vill fara frá Manchester eftir tímabilið. Mirror greindi frá.

Luis Cavani, faðir Edinson Cavani, segir að sonur sinn vilji snúa til Suður-Ameríku og ganga til liðs við Boca Juniors í Argentínu.

„Syni mínum líður ekki vel í Englandi og vill vera nær fjölskyldu sinni. Edinson mun enda á því að spila í Suður-Ameríku,“sagði Luis Cavani við TyC Sports.

Luis segir að sonur sinn hafi átt samræður við forráðamenn Boca Juniors um möguleg félagsskipti.

„Um mitt ár mun hann snúa aftur til Suður-Ameríku. Það er ekki í áætlunum Edinson að vera áfram í Englandi,“ sagði Luis Cavani faðir Edinson Cavani.

Cavani gekk til liðs við Manchester United í október áríð 2020 á frjálsri sölu og hefur gert góða hluti þar.

Hann hefur spilað 25 leiki, skorað sjö mörk og gefið tvær stoðsendingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi

Enska pressan vekur athygli á ískaldri kveðju sem unnusti Sveindísar Jane fékk í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga

Stuðningsmenn Arsenal trylltir – Gátu fengið Watkins og vissu hvað þyrfti að borga
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið

Krotaði undir nýjan samning við stórveldið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta komu Asensio

Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn

150 fulltrúar fá aðganga að ársþingi KSÍ þar sem kosið verður í stjórn