Rio Ferdinand fyrrum varnarmaður Manchester United segir að leikmannahópu Arsenal sé eins og lauslát eiginkona sem ekki er hægt að treysta. Ferdinand telur að Mikel Arteta stjóri Arsenal treysti ekki leikmönnum sínum.
Arsenal hefur ekki gengið vel á þessu tímabili en liðið gerði 1-1 jafntefli við Burnley á útivelli um helgina.
„Þeir fengu öll færi í heiminum til að klára leikinn, ef Bukayo Saka er ekki á deginum sínum þá er Arsenal ekki að spila vel,“ sagði Ferdinand.
Ferdinand fór svo í samlíkingu. „Arteta hlýtur að hugsa um leikmannahóp sinn eins og lausláta eiginkonu, það hlýtur að vera að það sé ekkert traust eða trú á hópnum,“ sagði Ferdinand.
„Hann getur ekkert treysta þeim, hann veita aldrei hvað gerist. Hann gæti haldið bestu ræðu lifs síns en þeir fara ekki út og standa sig.“