West Ham United tók á móti Leeds United í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-0 sigri West Ham en leikið var á heimavelli liðsins, London Stadium.
Jesse Lingard, kom West Ham yfir með marki á 21. mínútu.
Sjö mínútum síðar tvöfaldaði Craig Dawson forystu heimamanna með marki eftir stoðsendingu frá Aaron Cresswell.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Ævintýralegt gengi West Ham heldur því áfram, liðið er sem stendur í 5. sæti deildarinnar með 48 stig eftir 27 leiki.
Leeds United situr í 11. sæti með 35 stig.
West Ham United 2 – 0 Leeds United
1-0 Jesse Lingard (’21)
2-0 Craig Dawson (’28)