Luke Bennett 17 ára knattspyrnumaður í Englandi lést um helgina, hann lék með AFC Fylde í utandeildinni en hafði áður spilað fyrir unglingalið Burnley.
Bennett hafði verið að leika sér í fótbolta á laugardagskvöld þegar bolti hans fór í átt að rafmagnslínu.
Til að komast að boltanum þurfti drengurinn ungi að fara framhjá rafmagnslínunni, hann snerti rafmagnslínuna með málmstöng og lést við það.
Atvikið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en Bennett þótti flinkur knattspyrnumaður. Tveir vinir Bennett voru með í för og slösuðust en ekki lífshættulega.
„Burnley er með sorg í hjarta eftir að hafa frétt af andláti Luke Bennett sem lék með unglingaliði félagsins. Hugur alla hjá félaginu er hjá fjölskyldu Luke og vinum,“ skrifar Burnley í yfirlýsingu.