Kolbeinn Sigþórsson lék sinn fyrsta leik með IFK Gautaborg í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við IFK Norrköping í sænska bikarnum.
Íslenski framherjinn samdi við IFK Gautaborg í upphafi árs og hefur verið að koma sér í form síðustu vikur.
Kolbeinn lék tæpar tuttugu mínútur í 1-1 jafnteflinu gegn IFK Norrköping en Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði liðsins.
Í bikarnum í Svíþjóð er leikið í riðlakeppni en með jafnteflinu er Gautaborg úr leik. Kolbeinn kom við sögu þegar leikar stóðu 1-1.
Kolbeinn samdi við Gautaborg eftir að hafa rift samningi sínum við AIK en þar hafði hann verið í tvö ár.