Ný heimildarmynd um Sir Alex Ferguson kemur út innan tíðar, þar fer þessi magnaði þjálfari yfir feril sinn og hvað gerðist á honum.
Ein af þeim sögum sem Ferguson fer yfir er þegar hann endaði í fangaklefa eftir slagsmál á næturlífinu í Skotlandi. Ferguson var þá ungur að árum og lék með St Johnstone þar í landi.
Honum gekk erfiðlega að fá að spila á þeim tíma og segir frá því hvernig hann hallaði sér að flöskunni, faðir hans var ekki ánægður með þessa ákvörðun.
„Ég var byrjaður að pirra mig á fótboltanum, af því að ég spilaði ekki nóg. Ferill minn var á leið í klósettið, ég fór mikið á næturlífið. Ég var byrjaður að fara út á föstudögum, degi fyrir leik,“ segir Ferguson í myndinni.
„Faðir minn sagði mér að þetta myndi ekki ganga upp, samband okkar varð slæmt á þessum tíma. Hann sagði mér að þetta væri ekki í lagi, við töluðum ekki við hvorn annan. Í tvö ár töluðum við ekki saman.“
Ferguson segir svo frá því hvernig hann endaði í fangaklefa. „Eitt kvöldið var ég fullur og endaði í slagsmálum, ég var settur í fangaklefa. Ég fór yfirr dómara og þurfti að greiða 3 pund í sekt. Ég var að tapa gleðinni,“ sagði Ferguson.
Ferguson kveðst hafa lært mikið af þessu. „Þetta atvik hefur alltaf verið í hausnum á mér og ég hef alltaf séð eftir því. Ég hafði fengið gott uppeldi en fór af beinu brautinni.“