Bruno Fernandes miðjumaður Manchester United setur stefnuna á það að safna 720 þúsund pundum fyrir tvo unga bræður sem berjast við krabbamein.
Fernandes greindi frá ætlunarverki sínu í gær, skömmu eftir að hafa skorað eitt mark í 0-2 sigri á Manchester City. Fernandes skoraði fyrra mark liðsins í leiknum.
Fernandes hefur sett skóna og treyjuna sem hann notaði í leiknum á uppboð og geta allir takið þétt. Bræðurnir tveir sem berjast við krabbameinið eru frá Portúgal líkt og Bruno.
„Ég fékk nýlega fréttir af Leonor og Jamie. Leonor er fimm ára en Jamie er átta. Þeir eru bræður sem eru að berjast við sjaldgæft krabbamein,“ skrifar Bruno Fernandes.
Krabbameinið sem bræðurnir berjast við er Neuroblastoma og hefur víðtæk áhrif á starfsemi líkamans. „Krabbamein Leonor kom í ljós á hans fyrsta ári, hann hefur farið í fjölda aðgerða og meðferða. Hann hefur verið í þessu síðustu fjögur árin.“
Drengirnir tveir eru á leið í aðgerð og meðferð í Bandaríkjunum sem kostar um 130 milljónir íslenskra króna, Fernandes ætlar að reyna að safna fyrir því á næstunni.
Þegar þetta er skrifað hefur Fernandes tæplega 14 þúsund pundum en hægt er að taka þátt hérna.