West Bromwich Albion, tók í dag á móti Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en leikið var á The Hawthorns, heimavelli West Brom.
Jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið. West Brom situr í 19. sæti með 18 stig, átta stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Newcastle United situr í 16. sæti deildarinnar með 27 stig.
West Brom 0 – 0 Newcastle United