Tottenham tók á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 4-1 sigri Tottenham sem lék á heimavelli.
Gareth Bale kom Tottenham yfir með marki á 25. mínútu eftir stoðsendingu frá Harry Kane.
Christian Benteke jafnaði leikinn fyrir Crystal Palace með marki á 45. mínútu eftir stoðsendingu frá Luka Milivojevic.
Gareth Bale var aftur á ferðinni á 49. mínútu er hann kom Tottenham í stöðuna 2-1. Þremur mínútum síðar bætti Harry Kane við þriðja marki Tottenham í leiknum.
Það var síðan Kane sem innsiglaði 4-1 sigur heimamanna með marki á 76. mínútu eftir stoðsendingu frá Heung-Min Son.
Tottenham kemst með sigrinum upp í 6. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 45 stig. Crystal Palace situr í 13. sæti með 34 stig.
Tottenham 4 – 1 Crystal Palace
1-0 Gareth Bale (’25)
1-1 Christian Benteke (’45+1)
2-1 Gareth Bale (’49)
3-1 Harry Kane (’52)
4-1 Harry Kane (’76)