PAOK tók á móti Aris í grísku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli en leikið var á Stadio Toumbas, heimavelli PAOK.
Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK og skoraði fyrra mark liðsins í kvöld.
Facundo Bertoglio kom Aris yfir með marki á 26. mínútu eftir stoðsendingu frá Daniel Mancini.
Dimitrios Manos bætti síðan við öðru marki Aris á 69. mínútu,
Á 87. mínútu minnkaði Sverrir Ingi, muninn fyrir PAOK og á fjórðu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma jafnaði Vieirinha metin fyrir PAOK.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-2 jafntefli. PAOK er sem stendur í 3. sæti deildarinnar með 47 stig, Aris er í 2. sæti með 48 stig.