fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Steven Gerrard sigurreifur eftir að Rangers varð Skotlandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2011

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 7. mars 2021 19:53

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rangers varð í dag Skotlandsmeistari í fyrsta skiptið síðan árið 2011, þetta varð ljóst eftir að Celtic mistókst að vinna Dundee United á útivelli. Ekkert lið getur nú náð Rangers sem situr á toppi skosku deildarinnar.

Steven Gerrard, knattspyrnustjóri liðsins var sigurreifur í viðtali hjá BBC í dag. Gerrard tók við Rangers árið 2018, hans fyrsta starf sem knattspyrnustjóri.

„Það er mjög erfitt að koma því í orð núna hvernig mér líður. Ég svíf um á bleiku skýi, þetta er ferðalag sem er ekki lokið,“ sagði Gerrard.

Rangers er sem stendur með 20 stiga forskot í deildinni og hefur ekki tapað leik á tímabilinu. Gerrard segir að þessi sigur sé ekki endapunktur heldur upphaf.

„Við eigum meira inni, hjá mér er það þannig að þegar að þú vinnur eitthvað, þá kemurðu að spurningunni hvað gerist næst?. Ég er mjög stoltur af leikmönnunum,“ sagði Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Rangers

„En þeir eru ekki eins mikilvægir og stuðningsmennirnir, það eru þeir sem gera félagið að því sem það er, þetta er fyrir þá,“ sagði Steven Gerrard.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli

Jafnaði ótrúlegt met um helgina – Ósigrandi á útivelli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester

Búinn að skora jafnmörg mörk hjá nýja liðinu og hann gerði á tveimur tímabilum í Manchester
433Sport
Í gær

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“

Staða landsliðsins skoðuð – „Við eigum meiri möguleika með Arnar“
433Sport
Í gær

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna

Lengjubikarinn: Patrick með þrennu fyrir Val – Blikum mistókst að vinna
433Sport
Í gær

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það

Ummæli fyrrum leikmanns Arsenal vekja athygli – Telur að stuðningsmenn muni láta Arteta heyra það
433Sport
Í gær

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“